PNG · Útgáfa 1800_939 — 22. júní 2023
Örygg­issvæði í þétt­býli

Í þessu verkefni var öryggissvæði vega og gatna innan þéttbýlis til skoðunar. Skoðaðar voru handbækur á norðurlöndum auk vísindagreina. Niðurstöður sýndu að öryggissvæði vega og gatna er að mestu leyti það sama milli norðurlandanna, þar með talið Ísland. Í handbókum hinna norðurlandanna er einnig fjallað um aðskilnaðarsvæði, s.s. aðskilnaður stíga frá götu, en ekki á Íslandi. Norðurlöndin gera kröfu um 1-1,5 m aðskilnaðarsvæði ef vegur eða gata er með kantstein. Þegar leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. eða meiri er aðskilnaðarsvæðið annað hvort orðið jafn breitt og krafa um öryggissvæði eða mjög svipað.

Skýrslan er unnin af Eflu

NR_1800_939_Öryggissvæði í þéttbýli
Höfundur

Ásmundur Jóhannsson, Berglind Hallgrímsdóttir, Eva Þrastardóttir

Skrá

nr_1800_939_oryggissvaedi-i-thettbyli.png

Sækja skrá