PDF · janúar 2002
Öryggi við gatna- og vega­mót. II hluti – Áhrif breyt­inga á umferðarör­yggi

Verkefni þetta er framhald af verkefninu Öryggi við gatna- og vegamót þar sem óhappa- og slysatíðni ýmissa gerða gatna- og vegamóta var borin saman.

Við upphaf síðari hlutans var byrjað á því að finna gatna- eða vegamót sem breytt hafði verið á tímabilinu en þá voru eingöngu skoðuð mót þjóðvega eða stofnbrauta.
Tímabilið sem hægt var að skoða var 1983 – 2000 fyrir Reykjavík, en 1992 – 2000 fyrir þjóðvegi utan Reykjavíkur. Auk þess var skoðað hvaða áhrif lýsingin hafði á
Reykjanesbraut. Ákveðið var að skoða eftirfarandi:

Hringtorgið við Hveragerði
Höfðabakki – Vesturlandsvegur (Bæði þegar þau voru gerð 5 fasa og eins þegar þau voru gerð mislæg)
Miklatorg: Hringbraut – Bústaðavegur – Miklabraut – Snorrabraut
Skeiðarvogur – Miklabraut
Skeiðarvogur – Suðurlandsbraut
Hörgárbraut – Hlíðarbraut á Akureyri
Blönduóstorgið
Smáragatnamótin: Miklabraut – Reykjanesbraut – Sæbraut – Vesturlandsvegur
Hafnarfjarðarvegur – Arnarnesvegur
Reykjanesbraut – Vogavegur
Reykjanesbraut – Grindavíkurvegur
Reykjanesbraut – Fjarðarhraun
Hringtorg við Langatanga í Mosfellsbæ
Hringtorg við Álafossveg í Mosfellsbæ
Lýsing á Reykjanesbraut
Hringtorg við Nóatún - Borgartún

Misjafnlega gekk að finna gögn til að gera þessa athugun en það tókst að lokum.

Slysagagnabanki Reykjavíkur var notaður fyrir þau gatnamót sem eru í Reykjavík en slysagagnabanki Umferðarráðs fyrir gatnamót utan Reykjavíkur.

Til þess að samanburðurinn á gatnamótunum fyrir og eftir breytingu sé marktækur þurftu að vera til gögn um slys, óhöpp og umferðarmagn fyrir að minnsta kosti þrjú ár
fyrir og eftir breytingu. Í töflu 1 má sjá hvaða ár breytingin varð og þau ár sem notuð voru við athugunina fyrir og eftir breytingu.

Öryggi við gatna- og vegamót. II hluti - Áhrif breytinga á umferðaröryggi
Höfundur

Haraldur Sigþórsson, Ingvar Rafn Gunnarsson, Línuhönnun

Skrá

5-03-2001.pdf

Sækja skrá