PDF · janúar 2015
Öryggi og umferð hjól­reiða­manna um gatna­mót

Þeim fjölgar sífellt sem hjóla reglulega. Á sama tíma aukast kröfurnar um að öryggi hjólreiðamanna sé tryggt sem og að þeir komist greiðlega um. Að hanna og byggja sérstakar hjólareinar eða -stíga er tiltölulega nýtt á Íslandi og ekki eru allir sammála hvernig best sé að útfæra öruggar lausnir fyrir hjólreiðamenn sem leyfa einnig að hægt sé að komast greiðlega um, en sagan er lengri víða erlendis.

Þróunin hefur verið hröð á undanförnum árum. Þannig eru þær útfærslur sem við sjáum á ferðum okkar erlendis ekki endilega þær sem þykja öruggastar eða bestar nú þó svo þær hafi einhverntíman verið það. Reynsla og þekking úr rannsóknum ratar heldur ekki samstundis inn í leiðbeiningarit.
Tilgangur verkefnisins er að afla upplýsinga frá nágrannalöndum okkar um það hvernig menn meðhöndli umferð hjólreiðamanna við mismunandi aðstæður á gatnamótum og þar sem stígar þvera götur. Sérstaklega er litið til umferðaröryggis.

Makmiðið er að undirbyggja betur ákvörðun um þær útfærslur sem Vegagerðin (og hugsanlega sveitarfélög) mun leggja til í sínum leiðbeiningum.

Öryggi og umferð hjólreiðamanna um gatnamót
Höfundur

Efla

Skrá

oryggi-og-umferd-hjolreidamanna-um-gatnamot-.pdf

Sækja skrá