PDF · júní 2001
Öryggi negldra hjól­barða. Saman­burður á dreif­býli og þétt­býli

Í framhaldi af rannsókn undirritaðs á öryggi negldra og ónegldra vetrarhjólbarða í Reykjavík á árunum 1983 – 1988 og 1989 – 1995 var gerð enn viðameiri rannsókn á
öryggi þessara hjólbarðagerða. Voru nú notuð gögn frá Umferðarráði fyrir þéttbýli (án Reykjavíkur) og dreifbýli á árunum 1992 – 1999. Til viðbótar voru skoðuð gögn
fyrir Reykjavík árin 1996 – 1999.

Fyrstu niðurstöður má sjá hér á eftir. Sýndar eru sams konar töflur og í fyrri rannsóknum og m.a. má sjá í grein í Nordic Road & Transport Research No 3 frá 1998. Færð er skipt í tvennt, þ.e. þurrt og blautt annars vegar og svo hálku, snjó eða ísingu hins vegar. Borin eru saman vetrardekk með og án nagla. Fyrst eru sýndar 3 bls. með töflum, sú fyrsta fyrir Reykjavík, önnur fyrir þéttbýli utan Reykjavíkur og sú þriðja fyrir dreifbýli. Á hverri bls. eru 3 töflur, sú fyrsta ber saman negld og ónegld vetrardekk, önnur taflan ber saman neglda hjólbarða við sumardekk og sú þriðja ber saman ónegld vetrardekk við sumardekk. Segja má, að fyrsta taflan í hverju tilfelli sé eins og áður hefur verið sýnt, en hinar tvær beri niðurstöður saman við sumardekk.

Öryggi negldra hjólbarða. Samanburður á dreifbýli og þéttbýli
Höfundur

Haraldur Sigþórsson

Skrá

nidurstada_rannsokna_nagla_2001.pdf

Sækja skrá