PDF · ágúst 2009
Öryggi gatna­móta innan hverfa – Stöðv­unar­skylda – Áfanga­skýrsla

Safnað var saman upplýsingum um gatnamót með stöðvunarskyldu fyrir stærstu þéttbýlisstaði hérlendis. Upplýsingar fengust fyrir Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Akureyri, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ með því að hafa samband við viðkomandi bæjaryfirvöld. Gögnin reyndust misjafnlega ítarleg. Farið var á alla staðina, aðstæður skoðaðar og myndir teknar. Landupplýsingakerfi sveitarfélaganna voru notuð til að teikna vettvang. Þá var upplýsingum um umferðaröryggi safnað af kortum, frá skriflegum heimildum eða úr gagnagrunnum. Þessi gögn eru sett skipulega upp í viðauka á einni bls. fyrir hvern stað. Loks var rennt yfir nokkrar erlendar heimildir.

Helstu niðurstöður voru þær, að mjög mismunandi fjöldi af gatnamótum með stöðvunarskyldu er í sveitarfélögunum. Þá virðast ástæður fyrir uppsetningu vera nokkuð breytilegar, en þó aðallega vegna skertrar sjónlengdar eða staðurinn hefur haft slæma slysasögu. Varast ber að nota stöðvunarskyldu of mikið. Þá dregur úr virðingu vegfarenda fyrir henni. Fyllilega kemur til greina að búa til reglur um uppsetningu og samræma skilyrði á landsvísu. Þá yrðu aðstæður svipaðar frá einum stað til annars. Gæti það orðið til að auka umferðaröryggi.

Óhöppum fjölgaði með auknu umferðarmagni í gegnum gatnamót, en óhappatíðni féll. Þetta
er í samræmi við erlendar heimildir. Gagnasafnið var of lítið til að meta áhrif alvarleika og fylgnistuðull var lágur.

Öryggi gatnamóta innan hverfa
Höfundur

Daníel Gunnarsson, Haraldur Sigþórsson, Efla, HR

Skrá

oryggi-gatnamota-innan-hverfa-afangaskyrsla.pdf

Sækja skrá