PDF · nóvember 2019
Öryggi fjöld­ans og slys á gang­andi og hjólandi vegfar­endum – samband milli fjölda vegfar­enda og fjölda slysa

Undanfarin ár, þá hefur átt sér stað aukning í fjölda þeirra sem hjóla innan Reykjavíkur. Einnig, þá eru áætlanir um að reyna að auka hlutdeild þeirra sem ganga og hjóla enn meira í
framtíðinni (Reykjavík, 2014). Þó svo að margt jákvætt fylgi aukinni hreyfingu og auknum hjólreiðum, til dæmis varðandi lýðheilsu (de Hartog o.fl., 2010), þá eru þessir hópar einnig þeir
sem eru hvað viðkvæmastir í slysum og standa fyrir umtalsvert hlutfall þeirra sem slasast alvarlega í umferðinni í Reykjavík (Kröyer, 2019a). Allar breytingar í ferðahegðun og fjölda
ferða geta haft áhrif á fjölda og alvarleika slysa. Það er þó einnig vel þekkt að sambandið milli fjölda vegfarenda og fjölda slysa er ekki alltaf línulegt. Það er því mikilvægt að skoða vel
hvernig sambandið milli fjölda vegfarenda og fjölda slysa lítur út, sem og hvernig breytingar í ferðamáta geta haft áhrif á fjölda slysa. Markmið þessa verkefnis er að fjalla um eftirfarandi
rannsóknarspurningar:

1. Hvernig lítur sambandið út milli fjölda gangandi og hjólandi vegfarenda annars vegar
og hins vegar fjölda slysa?
2. Hvað er talið að liggi að baki því að samband milli fjölda vegfarenda og fjölda slysa er
ekki línulegt, og hvaða veikleika hafa slysalíkönin sem sú fullyrðing byggir á?
3. Hvaða áhrif hefur sambandið milli fjölda vegfarenda og fjölda slysa á sýn okkar
varðandi umferðaröryggisáhrif af því að fjölga gangandi og hjólandi vegfarendum, og
hvernig getum við notfært okkur þessar niðurstöður?

Rannsóknin byggir fyrst og fremst á fræðilegri samantekt á þeim rannsóknum sem gerðar hafa
verið um þetta málefni. Í ákveðnum tilfellum var þó notast við greiningar á öðrum
gagnasöfnum.

Öryggi fjöldans og slys á gangandi og hjólandi vegfarendum
Höfundur

HÖSKULDUR KRÖYER

Skrá

hver-eru-oryggisahrif-af-thvi-ad-fjolga-ovordum-vegfarendum.pdf

Sækja skrá