PDF · júní 2013
Öryggi farþega í hópbif­reið­um

Vegna þónokkurrar umræðu í samfélaginu og fjölmiðlum undanfarið um öryggi farþega í hópbifreiðum er talið mikilvægt að fagleg samantekt verði gerð á erlendum og innlendum rannsóknum er málið varða. Öryggi standandi farþega í hópbifreiðum verður kannað sérstaklega og samanburður gerður á öryggi þeirra og öðrum farþegum í hópbifreiðum og fólksbifreiðum.

Niðurstöður rannsóknarinnar verður hægt að nýta þegar ákvarðanir um öryggismál farþega í hópbifreiðum eru teknar, t.d. hvort það eigi að vera leyfilegt fyrir farþega að
standa í hópbifreiðum milli Reykjavíkur og Selfoss, og Reykjavíkur og Akraness eða hvort gera þurfi sérstakar kröfur um hámarkshraða eða annað fyrir hópbifreiðar með standandi farþega innanborðs.

Öryggi farþega í hópbifreiðum
Höfundur

Kristjana Erna Pálsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir, VSÓ

Skrá

oryggi-farthega-i-hopbifreidum.pdf

Sækja skrá