PDF · 26. september 2013
Orku­öflun mæli­stöðva Vega­gerðar­innar með vindraf­stöðv­um

Helsti kostur við 600 W Kestrel vindrafstöðvarnar er að framleiðsla þeirra hefst við lítinn vind eða 2,5 m/s. Það gerir að verkum að þær virðast henta mjög vel á þeim stöðum sem einkennast af löngum hægviðraköflum. Þó þarf að gæta vel orkunotkuninni á slíkum stöðum og stilla henni í hóf eins og kostur er. Greindar voru vindmælingar á 15 nokkuð ólíkum veðurstöðvum og má segja að vindrafstöðvar af þessari gerð séu mjög öruggur kostur fyrir flestar veðurstöðvar á heiðum og
fjallvegum þar sem meðalvindhraði yfir vetrarhelming ársins er 7 m/s eða meiri. Því gildi nær hann víðast hvar. Á slíkum stöðum er óhætt með
hæfilegri rýmd rafgeyma að auka aflúttakið talsvert frá því sem það er í dag án þess að það bitni á rekstraröryggi. Hafa verður í huga að
samrekstur með sólarsellum hjálpar líka mikið upp á öryggi, en treysta verður alfarið á vindorku í 10 til 12 vikur í svartasta skammdeginu. Þessi
greining gerir auðveldara að ákvarða geymarýmd á hverjum stað og takmarkanir á afli hverrar mælistöðvar þar sem settar verða upp 600 W Kestrel vindrellur.

Orkuöflun mælistöðva Vegagerðarinnar með vindrafstöðvum
Höfundur

Einar Sveinbjörnsson, Sveinn Gauti Einarsson, Veðurvaktin ehf

Verkefnastjóri

Nicolai Jónasson

Skrá

orkuoflun_maelist_m_vindrafst.pdf

Sækja skrá