PDF · desember 2008
Óhappa­tíðni eftir vegbreidd og slit­lags­breidd

Í þessari greinargerð verða kynntar niðurstöður athugunar sem gerð var á tíðni umferðaróhappa á dreifbýlisvegum háð vegbreidd annars vegar og slitlagsbreidd hins vegar.

Til eru ýmsar erlendar heimildir, sem benda á, að heppilegra sé út frá umferðaröryggi að þjóðvegir í dreifbýli séu með breiðum akreinum og öxlum. Þannig er sums staðar talið, að tveggja akreina þjóðvegir skuli vera að lágmarki með 3,65 m breiðar akreinar af öryggisástæðum. Breiðir þjóðvegir eru því álitnir öruggari heldur en mjóir. Einnig er breiddaraukning í beygjum talin mikilvægt öryggisatriði. Sums staðar er því haldið fram, að mjög breiðar axlir, > 3 m, dragi aftur úr umferðaröryggi. Heimildir herma auk þess að óhöppum fækki um 5% við að leggja slitlag á axlir. Staðlar segja yfirleitt til um það, hversu mikil slitlagsbreiddin skal vera miðað við vegbreidd. Almennt
má þó segja, að erlendis séu axlir einnig með bundnu slitlagi, svo að óverulegur munur sé á milli vegbreiddar og slitlagsbreiddar. Hér á landi hefur verið talið, að lítil slitlagsbreidd kunni að draga úr umferðaröryggi, en gögn hefur hingað til skort til að varpa ljósi á það, hversu mikil áhrifin eru.

Óhappatíðni eftir vegbreidd og slitlagsbreidd
Höfundur

Haraldur Sigþórsson, Rósa Guðmundsdóttir, Efla

Skrá

ohappatidni-eftir-vegbreidd-og-slitlagsbreidd.pdf

Sækja skrá