PDF · júlí 2009
Óhappa­tíðni eftir lang­halla vega

Í þessari greinargerð verða kynntar niðurstöður athugunar, sem gerð var á tíðni umferðaróhappa á dreifbýlisvegum háð langhalla. Verkefnið er hluti rannsóknarvinnu, sem skoðar tengsl hönnunarparametra og umferðaröryggis. Áður hafa verið skoðuð áhrif beygja og breidda á umferðaröryggi. Þá hafa skráð þversnið verið athuguð sérstaklega.

Skoðaðar voru GPS-mælingar (staðsetning í plani, x og y hnit, og hæð, z hnit) á hluta Hringvegarins, Djúpvegi, Vestfjarðavegi og Snæfellsnesvegi og þær tengdar við staðsetningar óhappa. Teknir voru burtu þeir kaflar á Hringveginum, sem miklar lagfæringar höfðu farið fram á, sjá kafla 2. Gagnagrunnurinn fyrir Djúpveg, Vestfjarðarveg og Snæfellsnesveg var ekki lagfærður m.t.t. endurbóta á vegunum. Þar hafa þó verið gerðar ýmsar endurbætur í gegnum árin. Framkvæmdum við Vestfjarðarveg lauk t.d. 2002 eða 2003, en umferð þar er hins vegar mjög lítil eða um 70 bílar á dag þannig að tiltölulega fá slys geta haft mikil áhrif á slysatíðni. Á Snæfellsnesi hefur vegurinn um
Klifhraun (rétt austan við Arnarstapa) verið lagaður (2006-2007). Svo fóru fram lagfæringar á veginum við Gufuskála á Snæfellsnesi í kringum 2003.

Óhappatíðni eftir langhalla vega
Höfundur

Haraldur Sigþórsson, Efla

Skrá

ohappatidni-eftir-langhalla-vega.pdf

Sækja skrá