Þjóðvegir eru vegir sem haldið er við af fé ríkisins og ætlaðir almenningi til frjálsra afnota. Þjóðvegir eru taldir upp í vegaáætlun, safnvegaáætlun og landsvegaskrá og tengja byggðir landsins á samfelldan og eðlilegan hátt. Þjóðvegum er skipt í stofnvegi, tengivegi, safnvegi og landsvegi háð hlutverki auk þess sem þeim er skipt í flokka A, B, C, D, og F háð gerð þversniðs.
Í þessari greinargerð verða kynntar niðurstöður athugunar sem gerð var á tíðni umferðaróhappa á þjóðvegum háð hlutverki þeirra, gerð og umferðarmagni. Borin verður saman tíðni umferðaróhappa mismunandi þjóðvega og umferðaröryggi metið út frá tölvutækum gögnum um umferðaróhöpp frá árunum 2000-2004.
Haraldur Sigþórsson, Þórólfur Nielsen, Línuhönnun