PDF · Útgáfa 06152 — apríl 2007
Nýtt umferðar­líkan höfuð­borgar­svæð­isins – umferðar­spá 2024 (fram­hald rann­sókna­verk­efnis frá 2005)

Það verkefni sem hér eru gerð skil, er unnið í beinu framhaldi af rannsóknarverkefninu “Nýtt umferðarlíkan höfuðborgarsvæðisins” frá febrúar 2006. Í
verkefninu er gerð umferðarspá fyrir árið 2024. Sömu aðferðum er beitt í því og voru staðfestar og sannreyndar 2006 en auk þess er beitt Pivot aðferð (Pivot-point procedure) til að jafna út skekkjur í framtíðarspám. Ennfremur var ráðgert að kanna hvort hægt væri að nota í líkaninu fjölda starfa í stað fermetra atvinnuhúsnæðis. Þar sem mun meiri tíma tók að nota Pivot aðferðina en ráðgert hafði verið, var ákveðið að minnka vægi þessa þáttar í verkefninu og sótt um framhaldsverkefni í febrúar 2007 til að halda áfram með þennan hluta. Gert er ráð fyrir að honum ljúki í desember 2007.

Framtíðargatnanet var yfirfarið og uppfært í samvinnu við Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar, Hafnarfjörð og Mosfellsbæ. Skipulagstölur fyrir árið 2024 voru einnig yfirfarnar og uppfærðar að hluta til af Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar.

Helstu niðurstöður
Í þessu verkefni hefur verið unnin framtíðarspá með þeim aðferðum sem lagt var til í niðurstöðum verkefnisins “Nýtt umferðarlíkan höfuðborgarsvæðisins” frá febrúar 2006. Stór hluti verkefnisins fór í að beita Pivot aðferð á umferðarspána til að fá raunhæfara umferðarflæði fyrir árið 2024. Þegar spáð er fyrir grunnári er alltaf hægt að taka mið af umferðartalningum sem gefa hugmynd um áreiðanleikann en í framtíðarspám vantar hinsvegar viðmið af því tagi. Taflan fyrri neðan sýnir dæmi um rýni á niðurstöðum, teknar voru fyrir svokallaðar sniðtalningar á öllu höfuðborgarsvæðinu og borið saman niðurstöður frá árinu 2004 (talningar, mat og spá) við spá fyrir 2024 með og án
notkunar Pivot aðferðarinnar.

Nýtt umferðarlíkan höfuðborgarsvæðisins
Höfundur

Auður Þóra Árnadóttir

Skrá

nytt-umfedarlikan-hofudborgarsvaedisins.pdf.pdf

Sækja skrá