PDF · 30. desember 2013
Nýting á úrsalti í vetrar­þjón­ustu og rykbind­ingu

Þjónustustöðvar Vegagerðarinnar úti um land hafa um áratugaskeið notað úrsalt (notað fisksalt frá fiskvinnslu) til hálkuvarna og rykbindingar malarvega. Úrsaltið er ódýrara en nýtt götusalt, en margir telja að virkni úrsalts sé lakari en virkni götusalts án þess að það hafi verið kannað sérstaklega. Nýlega hefur boðist á markaði meðhöndlað úrsalt, sem hefur verið sigtað og bætt með lúti til að draga úr örveruvexti. Þetta salt er dýrara en úrsalt sem keypt er beint af fiskverkun en ódýrara en nýtt götusalt. Tilgangur þessa verkefnis er að afla upplýsinga til þess að kanna hagkvæmni úrsalts til vegagerðarnota, í samanburði við götusalt. Markmiðið er kanna
notkun úrsalts hjá Vegagerðinni og reynslu af notkun þess, og er meðhöndlað úrsalt skoðað sérstaklega. Í skýrslunni er lýst tæknilegum athugunum á eiginleikum götusalts og úrsalts, auk þess að gerð var könnun meðal notenda á þjónustustöðvum Vegagerðarinnar þar sem safnað var reynslu af notkun úrsalts. Engar mælanlegar vísbendingar
voru fundnar sem skýrt geta hugsanlegan mun á virkni götusalts og úrsalts, þrátt fyrir staðhæfingar sumra notenda um annað. Hins vegar mældist tæplega eins prósents innihald af fitu og próteini í meðhöndluðu úrsalti. Almennt telja þjónustustöðvarnar að ekki þjóni tilgangi að meðhöndla úrsalt, en þær þjónustustöðvar sem alla jafna
hafa notað götusalt og reynt hafa meðhöndlað úrsalt telja það ekki heppilegt til hálkuvarna, einkum vegna lyktarmengunar og vandamála við pækilframleiðslsu.

Nýting á úrsalti í vetrarþjónustu og rykbindingu
Höfundur

Skúli Þórðarson, Vegsýn ehf

Skrá

nyting-a-ursalti-i-vetrarthjonustu-og-rykbindingu.pdf

Sækja skrá