Með nýjum veggreini er miklum upplýsingum safnað saman, en til að þær nýtist sem best þurfi að þróa aðferðir til að vinna úr gögnunum og var reynt að gera það með samstarfi á milli hönnunar-, umferðar-, og upplýsingatæknideildar Vegagerðarinnar með það að markmiði að ólík sjónarmið og reynsla komi fram við vinnsluna. Áður en verkefnið hófst var gott lag á að vinna ýmsar upplýsingar s.s. hjólför og hrýfi og tengja það við myndbönd en til að umferðaröryggisúttekt sé heildstæð eru margar aðrar upplýsingar sem nauðsynlegt er að hafa. Í þessum fyrsta áfanga verkefnisins var þess vegna ákveðið að reyna að vinn, greina, kvarða og koma inn í grunna Vegagerðarinnar:
- Vegbreidd, akreinabreidd og axlabreidd
- Veghalla
- Fláar, hæð og halla
Þetta gekk vel og er komið gott lag á framsetningu þessara upplýsinga utan veghallans, en hann er hægt að reikna fyrir einstaka kafla en erfiðara að taka inn fyrir kerfið í heild. Einnig var tekinn fyrir vegkaflinn 1-k8 í Húnavatnssýslu og skoðað hvernig niðurstöður umferðaröryggisúttektar ríma við niðurstöður mælinga og úrvinnslu veggreinsisgagna.
Auður Þóra Árnadóttir, Björn Jónsson, Hanna Sóley Guðmundsdóttir, Hersir Gíslason, Oddur Jónsson, Sverrir Örvar Sverrisson, Þorbjörg Sævarsdóttir