PDF · febrúar 2008
Notk­un á lengdar­flokk­um umferðar­greina til að áætla hlut­fall þungra bíla

Markmið þeirrar vinnu sem hér var unnin var að kanna hvort nota megi lengdarmælingu umferðargreina til þess að meta hlutfall þungra ökutækja af heildarumferð. Við sjónræna flokkun ökutækja á vettvangi við fjóra umferðargreina var myndað safn 1374 ökutækja, sem notað var til þess að ákveða leiðréttingarreglur. Reglurnar byggja á skoðun á lengdardreifingum fyrir þá flokka sem valda algengustu óvissugildunum í flokkun ökutækja skv. EUR13 kerfinu. Reglurnar voru prófaðar á gögn frá tveimur tímabilum með tveggja ára millibili fyrir tvo umferðargreina, og fundin breyting á samsetningu umferðar milli þessara tímabila. Reglurnar sem fundnar voru í þessari vinnu eru;
[A] Ef lengd ökutækis < 6,5 m þá fer ökutækið í EUR13 flokk 1 [A] Ef greinir setur ökutækið í flokk 5 og lengdin er < 12,5 m þá fer ökutækið í flokk 1 [B] Ef greinir setur ökutækið í flokk 7 og lengdin er < 12,5 m þá fer ökutækið í flokk 1 Þessar reglur eru taldar duga til þess að ákvarða hlutfall þungaumferðar með nægilegu öryggi til þess að nýta megi gögn í áætlana- og spágerð, af meira öryggi en áður. Hins vegar er ennþá færi á að bæta leiðréttinguna með því að kanna betur skilgreingar á flokkun með tilliti til fjölda öxla og bils milli einstakra öxla, en þessar upplýsingar eru einnig skráðar í umferðargreinum, og byggja þeir skilgreiningar á flokkun m.a. á þeim.

Notkun á lengdarflokkum umferðargreina til að áætla hlutfall þungra bíla
Höfundur

Skúli Þórðarson, Anton Heiðar Þórólfsson, Vegsýn

Skrá

notk_lengdarfl_umferdargr_aaetl_hlutf.pdf

Sækja skrá