PDF · mars 2009
Mobility mana­gement – Umferðar­stjórn­un

Álag eykst sífellt á stofnbrautarkerfi höfuðborgarsvæðisins. Hingað til hefur auknu álagi helst verið svarað með því að reisa ný og kostnaðarsöm umferðarmannvirki. Það er skoðun margra að sú aðferð vindi einungis upp á vandann þar sem aðgengi að stofnbrautum er á þann veg bætt og í kjölfarið eykst álag á stofnbrautir enn fremur. Rót vandans liggur því ekki í vegakerfinu sjálfu eða fjölda og stærð umferðarmannvirkja heldur í þeim fjölda ökutækja sem eru á götunni. Því er mikilvægt að vinna í aðferðum til að draga úr fjölda ökutækja á götunum og draga þannig úr álagi á stofnbrautir og þörf fyrir ný umferðarmannvirki.

Umferðarstjórnun - Mobility Management er aðferðarfræði sem hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu á undanförnum árum. Þar er fjallað um hvernig nýta megi samgöngukerfið betur með margvíslegum og samræmdum aðgerðum.

Mikilvægt er að skoða fleiri og nýjar leiðir til þess að bæta samgöngukerfið á Íslandi, m.a. leiðir sem draga úr framtíðarvanda með fyrirbyggjandi aðgerðum. Umferðarstjórnun gæti verið gagnlegt verkfæri í þessari viðleitni þar sem margvíslegum og samræmdum aðgerðum er beitt á markvissan hátt.

Verkefnið snýr að úttekt og greiningu á umferðarstjórnun sem leið til betri nýtingar samgöngumannvirkja og viðleitni til að draga úr mengun og töfum á álagstímum. Greint verður í hverju umferðarstjórnun felst og hvernig slík nálgun hefur reynst á meðalstórum borgarsvæðum erlendis. Gerð verður athugun á stöðu mála hér á landi, hvort og hvernig bæta megi áætlanir sem mögulega eru þegar fyrir hendi. Samhengi mögulegrar heildaráætlunar og stjórnsýslufyrirkomulags á höfuðborgarsvæðinu verður skoðað og settar fram hugmyndir um samsetningu og umfang umferðarstjórnunaráætlunar á grundvelli greiningar.

Mobility management - Umferðarstjórnun
Höfundur

Gréta Hlín Sveinsdóttir, Smári Johnsen, VSÓ

Skrá

mobility-management-umferdarstjornun.pdf

Sækja skrá