PDF · mars 2013
Mikla­braut áhrif lækk­unar hámarks­hraða

Staðbundnar rannsóknir hefur skort til að Vegagerðin og aðrir hagsmunaaðilar geti betur metið kosti og galla hraðalækkunar. Þessi skýrsla greinir frá niðurstöðum rannsóknarverkefnis, um er að ræða tilviksrannsókn (e. case study) sem snýst um að greina með umferðarhermun og öðrum aðferðum hvaða áhrif lækkun hámarkshraða á Miklubraut hafi á afkastagetu hennar, ferðatíma, slysatíðni, hljóðvist og aðra umhverfisþætti. Þá verður leitast við að svara því á hvaða hraða afkastageta er mest en neikvæð áhrif umferðar minnst.

Markmið verkefnisins er að öðlast aukinn skilning á áhrifum þess að lækka hámarkshraða á Miklubraut og öðrum stofnbrautum í þéttbýli til að Vegagerðin og aðrir hagsmunaaðilar geti byggt umræður og ákvarðanir sínar á traustari grunni en nú.

Miklabraut áhrif lækkunar hámarkshraða
Höfundur

Brynjar Ólafsson, Grétar Þór Ævarsson, Þorsteinn R. Hermannsson samgönguverkfræðingar og Gunnar Birnir Jónsson, Mannvit

Skrá

miklabraut-ahrif-laekkunar-hamarkshrada.pdf

Sækja skrá