PDF · febrúar 2001
Mæli­tækni til stýr­ingar á þunga­takmörk­unum. Áfanga­skýrsla 1

Þungatakmarkanir þarf að setja á fjölda vega á hverju vori til að draga úr hættu á skemmdum á meðan frost er að fara úr vegunum. Til að betur megi stýra hvenær setja
skuli á þungatakmarkanir, hve mikil þungatakmörkunin skal vera sem og hvenær megi aflétta þeim er nauðsynlegt að afla meiri þekkingar um eðli vega á þáatíma og
buðarþol þeirra.

Í Minnesota fylki í Bandaríkjunum er nýlega farið að beita nýrri aðferð til að ákvarða þungatakmarkanir. Byggir aðferðin á að nota s.k. uppsafnaðan þiðnuðarstuðul TI
(thawing index). Aðferðin byggir meðal annars á að nýta sér upplýsingar úr sjálfvirkum veðurstöðvum sem og beinum mælingum á hitastig og rakamagni í einstökul lögum vegbygginganna. Er talið að með þessari aðferð verði þungatakmarkanirnar markvisssari og auki líftíma umferðalitilla vega um 10 %. Í Minnesota eru vetur kaldir en sumur heit, því er fyrst og fremst um eitt þáartímabil að ræða, að vori. Auk þess er öxulþungi lægri þar en hér á landi. Hér á landi eru yfirleitt fleiri en eitt þáartímabil á hverju ári og þjóðvegakerfið með þynnri slitlögum. Ef hins vegar þiðnunaraðferðin gengi hér á landi væri etv. hægt að auka líftíma íslenska vegakerfisins um svipaða stærðargráðu og talið er að líftíminn h afi aukist í Minnesota.

Markmið verkefnisins er að auka þekkingu á eðli vega á þáatíma og að þróa aðferðarfræði og/eða reiknilíkan, sem segir til um hvaða þungatakmarkanir setja skuli,
hvenær og yfir hvaða tímabil þær skulu ná. Með því móti má draga úr skemmdum á vegakerfinu vegna frostleysinga. Við framkvæmd og aðferðarfræði verður m.a. horft
til þess hvernig staðið er að slíkum málum í Minnestoafylki í Bandaríkjunum.

Mælitækni til stýringar á þungatakmörkunum. Áfangaskýrsla 1
Höfundur

Sigurður Erlingsson, HÍ

Skrá

2-05-2001.pdf

Sækja skrá