PDF · 13. júlí 2011
Mæling á styrk NaCl á snjómokst­ursleið­um – Áfanga­skýrsla 2010

Verkefnið gengur út á það að bæta ákvörðunarferli í hálkuvörnum. Þetta verður gert með því að prófa og innleiða aðferðir við mælingar, úrvinnslu á helstu áhrifaþáttum sem koma við sögu í hálkuvörnum vega, en þeir eru saltstyrkur og vætustig á vegi, veghiti og veðurspár. Þáttur í þessu er að mæla styrk NaCl á yfirborði vegar og nýta þær upplýsingar ásamt veðurútliti til að ákvarða hálkuvarnir og styrk hálkuvarnarefna.

Markmiðin eru að:
 Auka þekkingu starfsmanna á hálkuvörnum
 Bæta ákvörðunarferli í framkvæmd hálkuvarna
 Bæta nýtingu á salti
Mikilvæg skref í því að ná þessum markmiðum eru að:
1. Útbúa fræðsluefni fyrir starfsmenn um samhengi saltstyrks, vætustigs á vegi, veghita og veðurspár og miðla því á heppilegan máta, t.d. með námskeiðshaldi
2. Prófa og innleiða aðferðir við mat á ástandi vegar s.s. seltumælingar og mat á vætustigi
3. Útbúa leiðbeiningablöð um virkni mismunandi hálkuvarnaaðgerða við ólíkar aðstæður, sem gætu síðar orðið hluti af samræmdu ákvarðanakerfi þar sem skilgreindir eru leiðbeinandi verkferlar um val á þjónustuaðgerðum
Í þessum áfanga verkefnisins hefur verið lögð áhersla á að undirbúning og prófanir og er gerð grein fyrir þessum atriðum í skýrslunni.

Mæling á styrk NaCl á snjómokstursleiðum
Höfundur

Skúli Þórðarson, Vegsýn

Ábyrgðarmaður

Einar Pálsson, þjónustudeild Vegagerðarinnar

Skrá

maeling_nacl_snjomokstursleid-afangask_2010.pdf

Sækja skrá