PDF · Útgáfa 1800-678 — 30. júní 2020
Losun svifryks frá gatna­kerf­inu á höfuð­borgar­svæð­inu – ferlar og líkan

Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin telur að loftmengun sé mesta umhverfisógnin við heilsu almennings og dragi 7 milljón manns ótímabært til dauða á hverju ári. Loftmengunin sem veldur einna mestri áhættu fyrir lýðheilsu á Íslandi er svifryk, sem mælist í háum styrk klukkutíma til daga í senn sérstaklega nálægt stórum umferðaræðum. Uppruni svifryks er að hluta til frá ökutækjum, annars vegar beinn útblástur og hins vegar vegna slits malbiks vegna nagladekkja sem og dekkja og bremsa ökutækjanna sjálfra. Svifrykið sest til á yfirborði gatna og nágrenni þeirra, þyrlast upp og flyst til eftir veðurfars- og gatnaskilyrðum. Á Norðurlöndum hefur verið þróað NORTRIP (NOn-exhaust Road TRaffic Induced Particle emission) líkanið til að spá fyrir um hlut svifryks í andrúmslofti vegna bílaumferðar með því að líkja eftir ferlum gatnasvifryks. Líkanið má einnig nýta við ákvarðanatöku mótvægisaðgerða til að lágmarka hlut svifryks í andrúmslofti. Markmið þessa verkefnisins var tvíþætt: Annars vegar að leggja mat á ferla sem ýta undir að uppsafnað ryk vegna gatna-, dekkja- og bremsuborðaslits losni í andrúsmloft, þar sem það getur valdið hættu heilsu manna. Hins vegar að leggja mat á skilvirkni mismunandi mótvægisaðgerða til að ná langtíma markmiði íslenskra stjórnvalda um að fækka árlegum fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af völdum umferðar úr 7-20 skiptum niður í núll skipti fyrir árslok 2029. Til þess að ná þessum verkefnum var notast við NORTRIP líkanið.

Verkefnið var unnið á tímabilinu 1. ágúst 2019 til 1. júlí 2020. Tekin voru saman gögn um veðurfar, magn umferðar, samsetningu umferðar og ástand götuyfirborðs við Kauptún í Garðabæ á tímabilinu október 2017 til apríl 2018. NORTRIP líkanið var sannreynt með því að bera niðurstöður hermana við mæld gildi við Grensásveg í Reykjavík. Næmni líkansins fyrir veðurbreytum, umferðarþunga, nagladekkjanotkun og götuþjónustu var kannað með því að breyta inntaksstikum líkansins. Þá voru keyrðar mismunandi sviðsmyndir fyrir aðgerðum til að draga úr götusvifryki.

Losun svifryks frá gatnakerfinu
Höfundur

Brian C. Barr

Verkefnastjóri

Hrund Ó. Andradóttir, Þröstur Þorsteinsson, Sigurður Erlingsson

Skrá

1800-678-lokaskyrsla.rannsoknsjvegagerdar.gotusvifryk.30.06.2020.pdf

Sækja skrá