PDF · júlí 2016
Líkan um 85%-hraða á tveggja akreina vegum

Í veghönnunarreglum margra landa, þar á meðal Íslands, eru þær kröfur um vegferillinn að 85%-hraði verði innan tiltekinna marka. Í þessu verkefni var skoðað hver bakgrunnur þessarar kröfu er, hver stikinn 85%-hraði er, hvernig hann er metinn fyrir óbyggðan vegkafla og gerð drög að reikniaðferð fyrir Ísland. Kröfurnar komu til þegar menn höfðu veitt því athygli að hönnunarhraði einn og sér kæmi ekki í veg fyrir að ökumenn dragi sífellt úr og auki hraða eftir kúrfum vegarins, en rannsóknir höfðu þá sýnt að þessar hraðabreytingar ullu slysum. Til að gera það kleyft að meta 85%-hraða fyrir óbyggðan vegkafla hafa erlendis verið gerðar margar rannsóknir þar sem safnað var gögnum og sett fram líkan.

Niðurstöðurnar eru ólíkar og gefa sumar til kynna að það sé einkum planboginn sem ákvarði hraðann, en aðrar að fleiri stikar vegferils, umferð, umhverfi og fleira hafi marktæk áhrif. Við athugun á veghönnunarreglum kom í ljós að á seinustu árum hafa nokkur lönd breytt reglum sínum þannig að hönnuðurinn þurfi ekki að meta 85%-hraða. Til líkangerðar voru tólf mælistaðir valdir á suðvesturhorni landsins og þar mældur hraði og safnað gögnum um vegferil og fleiri þætti. Úr hraðagögnunum var reiknaður 85%-hraði og leitast við að setja vikmörk á hraðagildin og bera saman raðamæliaðferðir. Úr gögnunum voru búnar til átján breytur til að aðhvarfsgreina við 85%-hraða. Niðurstaðan úr þessu takmarkaða gagnasafni var líkan með sex marktækum, óháðum breytum: beygjugráðu planbeygju, þverhalla, breidd akreinar, breidd bundins slitlags, ársdagsumferð og fjarlægð frá þéttbýli.

Líkan um 85%-hraða
Höfundur

Helga Þórhallsdóttir

Skrá

likan-um-85prosent-hrada-a-tveggja-akreina-vegum.pdf

Sækja skrá