Áhrif veikinda á akstur og umferðaröryggi eru áhyggjuefni og rannsóknaratriði. Þar spila saman aldurstengdar breytingar, sjúkdómar, lyfjanotkun og andleg og líkamleg færni. Margvíslegar rannsóknir hafa verið gerðar og birtar í vísindaritum og á öðrum vettvangi en þær ná sjaldan sjónum almennra ökumanna. Í verkefninu eru teknar saman
leiðbeiningar til ökumanna um möguleg áhrif veikinda á akstur og umferðaröryggi.
Efnistök munu fjalla um ýmis konar heilsufarsleg atriði sem geta haft áhrif á umferðaröryggi og gefnar verða ábendingar til að meta og draga úr áhættu á slysum.
Guðmundur Freyr Úlfarsson, Háskóli Íslands, Dr. David B. Carr, Washington University School of Medicine, Dr. Pálmi V. Jónsson, LSH, Háskóli Íslands, Dr. Gunnar Guðmundsson, LSH, Háskóli Íslands