PDF · Útgáfa NR_1800_906 — október 2022
Lagn­ing rafskúta í borgar­landi

Skýrslan Rafskútur og umferðaröryggi var gefin út sumarið 2021, en um var að ræða rannsóknarverkefni VSÓ Ráðgjafar sem var unnið fyrir rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar (VSÓ Ráðgjöf, 2021). Í þeirri rannsókn var farið nánar í hvaða áhrif á umferðaröryggi þessi nýi ferðamáti hafði þegar hann var kynntur til leiks. Við gerð skýrslunnar vöknuðu frekari spurningar, þar á meðal um lagningu og frágang rafskúta, en í erlendum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að 94% notenda leigðra rafskúta telja sig ganga vel frá þeim eftir sína notkun, en úttektir á lagningu leigðra rafskúta hefur leitt í ljós að einungis um 73% eru lagðar á þann veg að þær hindri ekki umferð annara, þ.e. 27% rafskúta hindra aðgengi annara vegfarenda. Við útgáfu fyrra rannsóknarverkefnis, í maí 2021, voru rafskútur í útleigu á höfuðborgarsvæðinu að nálgast 2.000 stk. Í júlí 2022, rúmu ári síðar, eru þær að nálgast 4.000 stk. Á fréttamiðlum spretta reglulega upp fréttir um virka vegfarendur sem eiga erfitt með aðgengi að og um göngu- og hjólastíga vegna frágang rafskúta á stígunum og eru hópar á samfélagsmiðlum tileinkaðir ljósmyndum af illa lögðum rafskútum (Jóhannsson, 2022; VSÓ Ráðgjöf, 2021; Pálsson, 2022; Verst lagða rafskútan, n.d.). Í þessu verkefninu verður litið til erlendra rannsókna á frágangi rafskúta í borgarlandi og einnig verður skoðað hvaða reglur gilda um lagningu rafskúta í öðrum löndum. Þá verður skoðað til hvaða aðgerða sé hægt að auka notkun á sérlegum skútustæðum (afmörkuðum svæðum til að leggja rafskútum). Helsti ávinningur og markmið verkefnisins er að umræða tengd frágangi rafskúta verður upplýstari og markvissari.

Lagning rafskúta
Höfundur

Ragnar Þór Þrastarson, VSÓ ráðgjöf

Skrá

nr_1800_906_rafskutur-i-borgarlandi.pdf

Sækja skrá