Í skýrslu þessari er stiklað á stóru í sögu slysakostnaðarmats á Íslandi og sett fram yfirlit yfir aðferðarfræði slysakostnaðarmats í öðrum löndum. Lögð var áhersla á að hafa umfjöllun sem skýrasta út frá samanburði við önnur lönd, án þess þó að fara út í mikla fræðilega nákvæmni. Út frá þeim samanburði var unnt að færa rök fyrir, hvaða aðferðarfræði slysakostnaðarmats þykir henta í mati á áhrifum nýrra samgöngumannvirkja á Íslandi.
Haraldur Sigþórsson, Vilhjálmur Hilmarsson - HR