PDF
Kort­lagn­ing veghita með áherslu á hálkustaði – Grinda­víkur­vegur

Í febrúar 2017 kom út skýrsla um kortlagningu veghita með áherslu á hálkustaði á Reykjanesbraut. Skýrslan sem nú kemur út fjallar um sambærilegar athuganir á Grindavíkurvegi.
Markmið beggja verkefna var að þróa aðferð til að greina og spá fyrir um hálku á vegum af meiri nákvæmni en gert hefur verið til þessa, að athuga hvers konar veðurfar ýtir helst undir
hálkumyndun og að kortleggja breytileika á veghita. Í báðum verkefnum voru niðurstöður mælinga, sem gerðar voru með mælitækinu RCM frá Teconer notaðar. Fyrir Grindavíkurveg
voru notuð gögn fyrir þrjá vetur, 2014-15, 2015-16 og 2016-17. Til að tengja mælingar á vegi við ytri aðstæður, voru í þessum áfanga notaðar veðurstöðvar á Keflavíkurvegi, Strandaheiði og
Grindavíkurvegi.

Líkt og í fyrra verkefninu var veginum skipt í nokkra kafla. Lengd kaflanna í þessu verkefni var um 300 metrar. Skoðað var fráviks mismunandi breyta (veghiti, dýpt vatnshimnu og viðnám)
frá meðalgildi sömu breytu fyrir allan kaflann. Gögnin voru skoðuð miðað við mismunandi skilyrði. Fram kemur að séu skilyrðin ekki mjög þröng er erfitt að lesa eitthvað í gögnin til að
finna hvaða vekaflar eru útsettari fyrir hálku umfram aðra. Hins vegar ef bætt er við skilyrði um skýjahulu, þá skera vegkaflar í lægðum sig úr með annaðhvort lægri veghita og/eða lægra
viðnám. Þessir kaflar eru í samræmi við þekkta hálkustaði á veginum.

Bent er á að fróðlegt væri að skoða hvernig og hvort Harmonie-veðurlíkan veðurstofunnar geti hermt veghita, sér í lagi á þeim köflum sem sýna lægra veghitastig eða viðnám en aðrir.
Annars er niðurstaða verkefnisins að svona greining er nothæf til að kortleggja hálkustaði á veginum, en bent er á að mælingar með RCM mælinum, sem stuðst er við, eru gerðar í tengslum
við vetrarþjónustu. Betra væri ef hægt væri að styðjast við mælingar sem gerðar eru óháð færð.

Kortlanging veghita með áherslu á hálkustaði - Grindavíkurvegur
Höfundur

Eiríkur Örn Jóhannesson, Veðurstofa Íslands

Skrá

kortlagning-veghita-med-aherslu-a-halkustadi-grindavikurvegur.pdf

Sækja skrá