PDF · 7. apríl 2011
Kort­lagn­ing svart­bletta

Árið 2010 veitti Rannsóknarsjóður Vegagerðarinnar styrk tilverkefnisins „Kortlagning svartbletta“ en svartblettir eru staðir á vegakerfinu þar sem uppsöfnun slysa er hærri en vænta má. Tveimur árum áður hafði Rannsóknarsjóður Vegagerðarinnar styrkt sambærilegt verkefni sem gekk út á að kortleggja svartbletti með ArcGIS landupplýsingakerfi. Í fyrra verkefninu voru skoðuð slysagögn fyrir árin 2004-2007. Rannsóknin leiddi í ljós að það hentar vel að nota ArcGIS við fyrsta stig svartblettagreiningar. Í framhaldi af því vaknaði áhugi á því að halda áfram að þróa aðferðina og koma upp einföldum verkferlum sem auðvelt er að endurtaka ásamt því að skoða betur ýmsar forsendur s.s. stærðir athugunarsvæða.

Einnig var hluti af núverandi verkefni að skrifa leiðbeiningar fyrir starfsmenn umferðardeildar svo þeir gætu endurtekið greiningarnar án utanaðkomandi aðstoðar. Lagt var upp með það að búa til svo kölluð módel í ArcGIS. Með þeim er hægt að endurtaka leit að svartblettum og að breyta forsendum leitarskilyrða með einföldum hætti. Öll vinnslan fer fram í ArcMap hluta ArcGIS landupplýsingakerfisins.

Niðurstöður verkefnisins eru þessi skýrsla sem að stærstum hluta er leiðbeiningar fyrir notkun módela sem gerð voru. Leiðbeiningarnar nýtast starfsmönnum umferðardeildar við svartblettagreiningu en svartblettagreiningin mun fyrst og fremst nýtast sem tæki fyrir áætlanagerð vegna umferðaröryggisáætlunar stjórnvalda sem miðar m.a. að því að fækka slysastöðum.

Kortlagning svartbletta
Skrá

kortlagning_svartbletta.pdf

Sækja skrá