PDF · nóvember 2003
Inntaks­gildi í hermunar­forrit

Til að kanna hvort sjálfgefin inntaksgildi í hermunarforritinu CORSIM endurspegli íslenskan raunveruleika hafa á undanförnum árum verið gerðar athuganir á aksturslagi á
Íslandi.

Upphaf verkefnisins má rekja til lokaverkefnis Samúels Torfa Péturssonar við verkfræðideild Háskóla Íslands (Samúel Torfi Pétursson, maí 2000), þar sem gerð var frumrannsókn á þeim stærðum sem síðan hafa verið kannaðar nánar í þessu verkefni sem styrkt er af Rannsóknarráði Vegagerðarinnar.

Í síðustu áfangaskýrslu (Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og fl., janúar 2003) voru metin íslensk gildi fyrir mettað forskot (e. saturation headway) og tapaðan tíma (e. start-up
lost time) á umferðarljósum ásamt næmni hermunarforritsins CORSIM fyrir breytingum á þessum stærðum. Niðurstaðan var, útfrá mælingum á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, að mettað forskot er heldur hærra en viðmiðunargildi HCM og CORSIM. Tapaður tími reyndist aftur á móti mjög ólíkur á Miklubraut og
Kringlumýrarbraut þar sem umferðarálag er trúlega áhrifavaldur í því sambandi.

Niðurstöður hermunar með þessum íslensku gildum voru nokkuð frábrugðnar niðurstöðum hermunar með sjálfgefnum inntaksgildum. Önnur athyglisverð niðurstaða
er að vikmörk niðurstaðna stækkuðu með hærri inntaksgildum sem veldur því að gera þarf fleiri keyrslur til að fá viðhlítandi nákvæmni á niðurstöður.

Í þessum hluta verksins er ætlunin að meta tvísýnt ökubil (e. critical gap) og önnur einkenni forgangsstýrðra gatnamóta tengd þegnum ökubilum. Upphafleg áætlun
verkefnisins gerði ráð fyrir að billengd við fléttun yrði einnig könnuð í þessum áfanga en vegna takmarkaðs tíma var ákveðið var að gera frekar ýtarlegri athugun á tvísýnu
ökubil í stað þess að snerta aðeins á yfirborði beggja þátta.

Inntaksgildi í hermunarforrit
Höfundur

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Haraldur Sigþórsson, Þorsteinn Þorsteinsson - Línuhönnun, Verkfræðistofnun HÍ

Skrá

inntaksgildi_031201.pdf

Sækja skrá