PDF · mars 2003
Hringtorg á Íslandi – Áfanga­skýrsla

Markmið rannsóknarinnar er að fá heildaryfirsýn yfir öryggi og rýmdarútreikninga einnar og tveggja akreina hringtorga á Íslandi. Rannsóknin er styrkt af Rannsóknarráði Vegagerðarinnar, en hún á að nýtast Vegagerðinni sem og öðrum hönnuðum við ákvarðanir á gerð og hönnun hringtorga.

Ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir á hringtorgum hér á landi, en víða erlendis hafa ítarlegar rannsóknir verið gerðar á hringtorgum. Niðurstaða flestra erlendra
rannsókna er að hringtorg eru mjög öruggt gatnamótaform. Hér verða dregnar fram helstu niðurstöður á rannsókn Línuhönnunar á umferðaröryggi hringtorga, sem var
gerð samhliða þessari rannsókn. Sú rannsókn fólst í því að athuga hvort þau óhöpp sem hafa orðið á hringtorgum hérlendis séu af sama toga og þau óhöpp sem hafa
orðið.

Ekki er til íslenskur staðall fyrir hringtorg og því þarf að notast við erlenda staðla við hönnun hringtorga hér á landi. Það hefur verið vinsælt að nota norræna staðla og þá
helst norska og sænska staðalinn. Helsti ókostur þessa, fyrir utan það að hönnun hringtorga er ekki einsleit, er að ekki er vitað hvernig rýmdarreikniaðferðir viðkomandi landa taka á umferðaraðstæðum hér á landi. Hefðir annarra landa eru mjög mismunandi sem og akstursvenjur í hringtorgum. Sum lönd hafa mikla reynslu af hringtorgum meðan önnur lönd hafa nýlega tekið upp notkun hringtorga. Helsta óvissan við notkun erlendra rýmdarreikniaðferða ríkir um tveggja akreina hringtorg en íslensk tveggja akreina torg eru einstök að því leyti að innri akreinin hefur forgang yfir þá ytri. Báðar akreinarnar nýtast því vel, ólíkt því sem á sér stað víða erlendis. Því má búast við að tvíbreið hringtorg hérlendis hafi meiri umferðarrýmd en erlend torg. Rannsóknin miðast að því að skoða reikniaðferðir átta þjóða; Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar, Bretlands, Þýskalands, Frakklands, Sviss og Ástralíu. Athugað verður hvernig aðferðirnar passa við umferðaraðstæður á íslenskum hringtorgum og fundin verður hvaða aðferð hentar best fyrir íslenskar aðstæður. Einnig verður leitast við að finna aðferð til að reikna umferðarrýmd íslenskra hringtorga. Mikilvægt er að geta metið rýmd hringtorga með góðri vissu, til að hægt sé að bera þau betur saman við önnur gatnamótaform. Slíkt stuðlar að því að rétt gatnamót séu valin hverju sinni.

Hringtorg á Íslandi - Áfangaskýrsla
Höfundur

Bryndís Friðriksdóttir, Línuhönnun, Haraldur Sigþórsson, Línuhönnun, Þorsteinn Þorsteinsson, Háskóli Íslands

Skrá

6-02-2002.pdf

Sækja skrá