PDF · janúar 2004
Hraða­mæling­ar. Saman­tekt á völd­um stöð­um 1990-2003

Mælingar fara fram með aðstoð ratsjár. Ratsjáin (radarinn) er af gerðinni KUSTOM SILVER EAGLE.

Ratsjáin er búin þeim eiginleikum að slökkva á skjá ef um sterkar rafsegultruflanir er að ræða, ef spenna er of lítil til að hún geti starfað eðlilega
eða ef kerfisprófun (innri rása prófun) bregst. Gaumljós gefur til kynna ef um eitthvað slíkt er að ræða.

Nákvæmni mælinga er tryggð með prófunum fyrir og eftir mælingar. Ratsjáin vinnur þannig að hún sendir út á útvarpstíðninni 24,150 GHz. Útsenda merkið
endurkastast með breyttri tíðni af ökutækinu sem miðað er á vegna mismunar á hraða þess og ratsjárinnar. Tekið er á móti geislanum og hann borinn saman við útsenda geislann. Munurinn á þeim (Doppler tíðnin) gefur til kynna hraða skotmarksins. Ratsjáin breytir “Doppler” tíðninni í km/klst og sýnir niðurstöðuna á skjá.
Mælingar fara þannig fram að bifreið er lagt á mælistað og bifreiðar mældar með ratsjánni í um 50-500m fjarlægð.

Úrtak er miðað við fólksbifreiðar eingöngu en einnig er mældur og skráður hraði þeirra vörubifreiða sem um veginn fara á meðan á mælingu stendur.
Einungis er mældur hraði þeirra bifreiða sem eru á frjásum hraða og eru óháðar öðrum bifreiðum (þ.e. ef um bílaraðir er að ræða er aðeins mældur hraði þeirrar bifreiðar sem fyrst er í röðinni). Þetta atriði á einnig við um hraða vörubifreiða sem mældur er.

Mælingarnar fara nær undantekningarlaust fram þegar skyggni er gott og
akbraut þurr.

Hraðamælingar. Samantekt á völdum stöðum 1990-2003
Höfundur

Áætlanadeild

Skrá

hrad_90-03.pdf

Sækja skrá