PDF · maí 2014
Hönn­un stofn­brauta í borgar­umhverfi og þéttri byggð

Veghönnunarreglur Vegagerðarinnar taka mið af veghönnunarreglum nágrannalandanna. Megin tilgangur þessa verkefnis er að bera saman lausnir íslensku, norsku, sænsku og dönsku vegagerðanna á hönnun fjögurra akreina stofn- eða aðalbrauta í þéttbýli með gatnamótum í plani þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 eða 60 km/klst.

Almennt hafa vegagerðir á Norðurlöndunum birt hönnunarreglur og/eða leiðbeiningar fyrir allar götur samfélagsins, hvort sem veghaldari er vegagerð ríkisins eða sveitarfélag. Hingað til hefur Vegagerðin lagt áherslu á veghönnunarreglur og leiðbeiningar fyrir þjóðvegi í sinni umsjá en innanríkisráðherra hefur heimild til þess að fela Vegagerðinni að vinna leiðbeiningar eða hönnunarreglur fyrir vegi/götur sem ekki eru í umsjá stofnunarinnar.

Mörg dæmi eru um að borgir hafi gefið út leiðbeiningar um gatnahönnun en í flestum tilfellum er þar um að ræða umferðarminni götur, innan stakra sveitarfélaga, þar sem sveitarfélagið er veghaldari en ekki ríkið. Slíkar leiðbeiningar voru ekki til skoðunar í þessu verkefni.

Hönnun stofnbrauta í borgarumhverfi og þéttri byggð
Höfundur

Brynjar Ólafsson, Hörður Bjarnason, Þorsteinn R. Hermannsson - VSÓ

Ábyrgðarmaður

Baldur Grétarsson og Erna Bára Hreinsdóttir hönnunardeild

Skrá

honnun-stofnbrauta-i-borg.pdf

Sækja skrá