PDF · desember 2014
Hjóreiða­stígar í dreif­býli – með dæmum frá Mývatns­sveit

Markmið með verkefninu er að skilgreina hlutverk Vegagerðarinnar í tengslum við byggingu stofnstíga hjólreiða í dreifbýli og jafnframt hvaða leiðir sveitarfélög hafa til að
stuðla að framgangi hjólreiða innan síns sveitarfélags.

Verkefninu er ætlað að svara eftirfarandi spurningum:
- Hvert er hlutverk Vegagerðarinnar í skipulagi og uppbyggingu styrkstíga í dreifbýli?
- Hvert er hlutverk Vegagerðarinnar í rekstri og viðhaldi stofnleiða hjólastíga?

Hvaða stíga á Vegagerðin að styrkja og hvaða forsendur þurfa að liggja fyrir við ákvörðun um styrkveitingar? Litið var til hlutverks Vegagerða í Danmörku, Noregi og Bretlandi í sambærilegum verkefnum. Loks var tekið dæmi um hjólastíg umhverfis Mývatn og lagt mat á það hvernig og hvort Vegagerðin gæti komið að uppbyggingu hans.

Hjóreiðastígar í dreifbýli
Höfundur

Fríða Björg Eðvarðsdóttir, Sverrir Bollason, VSÓ

Skrá

hjolreidastigar-i-dreifbyli-med-daemum-fra-myvatnssveit.pdf

Sækja skrá