Í þessari rannsókn var samanburður gerður á gögnum um einstaklinga sem slösuðust við hjólreiðar úr slysaskrá Umferðarstofu og sjúkraskrá Landspítala háskólasjúkrahúss. Úr sjúkragögnunum var unnin ítarleg áverkagreining á alls 1193 einstaklingum og í ljós kom að einungis 4% þeirra hlutu alvarleg meiðsli. Mikill meirihluti áverka voru á efri og neðri útlimum að mjaðmagrindinni meðtalinni.
Rannsóknin leiddi í ljós að skráning spítalans hefur ekki verið nákvæm varðandi orsakaskráningu slysa. Fjölmörg dæmi voru um slasaða hjólreiðamenn sem fundust ekki í
skrám spítalans þegar leitað var eftir hjólreiðaslysum. Þetta olli vandræðum og töfum við vinnslu rannsóknarinnar en ítarlegi leit hefur verið gerð í gagnagrunni spítalans sem verður gert grein fyrir í lokaskýrslu rannsóknarinnar.
Sævar Helgi Lárusson, RNU, Ármann Jónsson, LSH, Brynjólfur Mogensen, LSH, RNU, Ágúst Mogensen, RNU