PDF · október 2014
Hjól­reiða­slys á Íslandi

Í þessari rannsókn voru gögn einstaklinga sem leituðu til Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH) vegna afleiðinga hjólreiðaslysa á árunum 2005 til 2010 greind. Alls leituðu 3349 einstaklingar til spítalans eftir að hafa slasast við hjólreiðar á þessum árum, eða að meðaltali 558 á ári. Stærstur hluti slysanna, eða yfir 70%, gerðist yfir sumarmánuðina, frá maí fram í september. Ef litið er til aldurs og kyns, þá eru karlar um 68% slasaðra en konum fór hlutfallslega fjölgandi á
tímabilinu. Flestir slasaðra (52% ) voru 14 ára og yngri en drengir 10 til 14 ára voru 22% allra slasaðra hjólreiðamanna.

Alvarleiki áverka allra voru stigaðir samkvæmt áverkastigs aðferðafræðinni (AIS) og áverkaskor (ISS) reiknað fyrir hvern og einn. Helstu niðurstöður úr þeirri greiningu var að innan við 2% slasaðra hlutu mjög alvarlega áverka og 68% hlutu einungis minniháttar áverka. Hins vegar bendir rannsóknin til þess að líkur á að hljóta alvarlega áverka í hjólreiðaslysi eykst með hækkandi aldri.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að fjöldi reiðhjólaslysa er umtalsvert meiri en áður var talið. Í umferðarslysaskrá Samgöngustofu voru skráðir um það bil 60 slasaðir hjólreiðamenn árin 2005 – 2010 sem er einungis um 10% af þeim fjölda sem leituðu til LSH á árabilinu. Þá eru ótaldir þeir sem leita til annarra spítala eða heilsugæsla.

Hjólreiðaslys á Íslandi
Höfundur

Ármann Jónsson, læknir á bráðasviði LSH, Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir á bráðasviði LSH og nefndarmaður RNSA, Ágúst Mogensen, afbrotafræðingur og rannsóknarstjóri RNSA

Ábyrgðarmaður

Sævar Helgi Lárusson, verkfræðingur og sérfræðingur hjá RNSA

Skrá

hjolreidaslys_a_islandi-2.pdf

Sækja skrá