PDF · Útgáfa 86038 — nóvember 2017
Hjóla­hrað­braut á höfuð­borgar­svæð­inu

Á Íslandi er hlutfall hjólandi í umferðinni á nokkurri uppleið, en til að stuðla að fjölgun hjólandi má líta til annarra landa þar sem lagðar hafa verið svokallaðar hjólahraðbrautir. Þetta eru hjólaleiðir sem bjóða upp á að farið sé hraðara yfir en fyrst og fremst að veita hjólandi forgang. Slíkar brautir eru einkum lagðar milli þéttbýliskjarna sem er langt á milli, til að hvetja fólk til að hjóla lengri vegalengdir. Helstu kröfur til slíkra brauta eru að þærséu breiðar, með aflíðandi legu, góða stígsýn og slétt yfirborð, aðskildar frá annarri umferð og með forgang og vel merktir þar sem ólíkir ferðamátar mætast. Skoðaður var möguleiki á slíkri braut á höfuðborgarsvæðinu og þá á milli Mosfellsbæjar og miðbæjar Reykjavíkur. Niðurstaðan er að mögulegt er að breyta þessari leið í hjólahraðbraut með ýmist breikkun eða nýlagningu brautar alla leiðina og ýmsum öðrum breytingum sem varða stígsýn, forgang o.fl.

Hjólahraðbraut á höfuðborgarsvæðinu
Höfundur

Guðbjörg Brá Gísladóttir, Helga Þórhallsdóttir og Berglind Hallgrímsdóttir - Verkís

Verkefnastjóri

Berglind Hallgrímsdóttir

Skrá

hjolahradbraut-a-hofudborgarsvaedinu.pdf

Sækja skrá