PDF · 31. mars 2013
Hálku­spár og hálku­mynd­un – nokkr­ir áfangar í gerð veghitalík­ans mars 2013

Frá árinu 2010 hefur rannsóknarhópur unnið að verkefninu. Markmiðið með því er að stíga fyrsta skrefið í gerð innlendra hálkuspá fyrir valda staði. Líkanið byggir á hermilíkani veghita, en hann er lykilþáttur fyrir myndun ísingar. Þróun hálkuspárlíkansins tekur mið að hermilíkani fyrir dýpt frostlinsu í vegi, en það hefur verið í þróun undanfarin ár og er lengra komið en hálkuspárlíkanið.

Rannsóknarverkefnið – Hálkuspár og hálkumyndun á vegum miðast að því að nýta frostþíðulíkanið sem grunn að sérstöku hermilíkani fyrir veghita, en gott veghitalíkan
er forsenda að nothæfu hálkuspárlíkani. Góð þekking á samhengi geislunar, skýjafars og veghita leggur grunn að hálkuspám.

Hálkuspár og hálkumyndun
Höfundur

Einar Sveinbjörnsson, Veðurvaktin ehf, Skúli Þórðarson, Vegsýn, Guðrún Nína Petersen, Veðurstofa Íslands

Skrá

halkuspar-myndun_afangar_veghitalikans.pdf

Sækja skrá