PDF · mars 2010
Hagsveifl­ur, umferð og umferðar­slysa­þróun 1965 – 2008 – Áfanga­skýrsla

Tilgangur verkefnisins er að stuðla að bættu umferðaröryggi og markmiðasetningu með því að þróa spálíkan sem tengir hagsveiflur við alvarleg umferðarslys á Íslandi. Í verkefninu eru tekin saman gögn um umferðarslys á Íslandi árin 1965 – 2008, auk ýmissa annarra gagna um umferð og hagræna þætti sem gætu haft áhrif á fjölda umferðarslysa. Þar með er lagður grunnur að gerð spálíkans fyrir umferðarslys á Íslandi. Nú er tveimur áföngum verksins lokið, þ.e. söfnun gagna og frumrannsókn þeirra.
Nú hefst síðasti áfangi verkefnisins þar sem markmiðið er að þróa frumgerð spálíkans fyrir fjölda alvarlegra umferðarslysa á landsvísu. Ætlunin er að líkanið geti nýst til að greina þróun umferðarslysa á Íslandi undanfarna áratugi og gefa út umferðaslysaspá sem er nothæft við markmiðasetningu. Rætt er um frumgerð í þessu verkefni þar sem fullgert líkan í þeirri stærð sem t.d. hefur verið útfært í Noregi (TRULS líkanið, Fridstrøm, 1999) er töluvert stærra verk en nú verður unnt að ljúka. Hins vegar, má búast við að mikilvægur hluti ávinnings fáist þó aðeins verði unnin frumgerð líkans.

Að verkinu loknu verður hægt að setja þróun umferðarslysa í samhengi sem nýta má til að setja eða styðja við markmið um bætt umferðaröryggi og túlka hvort slík markmið eru að nást eða ekki.

Hagsveiflur, umferð og umferðarslysaþróun 1965 - 2008 - Áfangaskýrsla
Höfundur

Guðmundur Freyr Úlfarsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Arnar Þór Stefánsson

Skrá

hagsveiflur_umferd-og-umferdarslysathroun_afangaskyrsla.pdf

Sækja skrá