PDF · júní 2008
Hægri­beygja af þjóð­vegum – Mat á umferðarör­yggi mismun­andi útfærslna

Markmið verkefnisins er að ákvarða hvaða útfærsla á hægribeygju af þjóðvegum hentar best með tilliti til umferðaröryggis. Tilgangurinn er að aðstoða hönnuði við að
taka upplýsta ákvörðun við val á útfærslu hægribeygju af þjóðvegum, byggða á umferðaröryggi. Verkefnið er unnið fyrir Rannsóknarráð Vegagerðarinnar.

Hér á landi verður sífellt algengara að stefnugreina vegamót á þjóðvegum landsins sem hafa umferðarþunga hliðarvegi. Einnig er vinsælt að stefnugreina vegamót sem
talin eru hafa háa óhappatíðni. Ekki eru allir hönnuðir sammála um hvort stefnugreining vegamóta eigi að innifela stefnugreiningu á hægribeygju af aðalvegi inn á hliðarveg. Sumir telja að samsíða hægribeygjuakreinar skapi gott umferðaröryggi með því að draga úr aftanákeyrslum, þar sem ökutæki sem ætla að beygja til hægri aki út úr aðalstraumnum á aðalveginum og hægi á sér á hægribeygjuakreininni. Aðrir hönnuðir telja að þessi útfærsla geti skapað hættu þar sem ökutæki sem aka á hægribeygjuakreininni geti skyggt á ökutæki sem aka beint eftir aðalveginum gagnvart þeim ökutækjum sem eru á leið inn á aðalveginn af hliðarveginum. Norsku og sænsku vegstaðlarnir mæla t.d. einungis með notkun hægribeygjuakreina þegar auka þarf afköst vegamóta.

Verkefnið miðar að því að kanna umferðaröryggi mismunandi útfærslna hægribeygja. Óhappatíðni þriggja megingerða íslenskra vegamóta er borin saman, þ.e. vegamót
með samsíða hægribeygjuakrein, vegamót með hægribeygjuframhjáhlaupi/fleyg og vegamót sem hafa hvorugt.

Hægribeygja af þjóðvegum - Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna
Höfundur

Bryndís Friðriksdóttir, Haraldur Sigþórsson, Línuhönnun

Skrá

haegribeygja-af-thjodvegum.pdf

Sækja skrá