PDF · september 2009
Háanna­tíma­líkan – Fram­tíðar­spá

Verkefnið er unnið í óbeinu framhaldi af verkefnunum “Nýtt umferðarlíkan höfuðborgarsvæðisins, frá árinu 2005” og “Nýtt umferðarlíkan höfuðborgarsvæðisins – framhald, frá árinu 2006” en árangur þeirrar vinnu var nýtt umferðarlíkan fyrir hversdags sólarhringsumferð á höfuðborgarsvæðinu. Umferðarlíkanið hefur síðan tekið gagngerum endurbótum og er í dag miklum mun nákvæmara verkfæri en áður hefur þekkst hér á landi. Við gerð þessa líkans og notkun þess kom þó berlega í ljós að ákveðið misræmi er í því að spá fyrir hversdagsumferð þar sem sú stærð á umferð er ákaflega sjaldan notuð og er niðurstaðan því nánast undantekningarlaust umreiknuð, annaðhvort yfir í ársdagsumferð eða yfir í háannatímaumferð með viðeigandi óvissuþáttum. Ef t.d. er litið á skilgreiningu HCM (Highway Capacity Manual) á afkastagetu =capacity segir eftirfarandi: “The capacity of a facility is the maximum hourly rate at which persons or vehicles reasonably can be expected to traverse a point or a uniform section of a lane or roadway.......” (HCM s.2.2 ).

Ástæðan fyrir því að viðmiðið er alltaf klukkustund en ekki sólarhringur er að umferðartoppar takmarkast alltaf við mjög afmarkaðan tíma, oft einungis eina til tvær klukkustundir. Þessi umferðartoppur setur því mörk afkastagetu. Á Íslandi hefur hins vegar alltaf verið notast við sólarhringsumferð í umferðarlíkönum, þar sem hefð er fyrir því að umferðartölur séu birtar í sólarhringstölum. Sólarhringsumferð nýtist líka við ýmsar athuganir eins og skipulagstillögur og umhverfismat. Við gatnagerðarhönnun þarf þó alltaf að breyta sólarhringstölum í klukkustundartölur og hefur verið hefð fyrir því hérlendis að miða við að háannaumferð séu á bilinu 8-12% af
sólarhringsumferð. Því var talið árangursríkara að spá strax fyrir þeirri stærð sem væri mest notuð, þ.e. háannatímaumferð, sem er sú umferð sem nánast öll hönnun innanbæjar miðar við. Það er þó eðlilega háð því að nauðsynlegar upplýsingar séu fyrir hendi til að nákvæmni umferðarspár verði ásættanleg.

Með uppsetningu á nýrri miðlægri ljósastýringartölvu opnaðist möguleiki á mun nákvæmari upplýsingum um núverandi umferð sem raunhæft er að ætla að geri niðurstöður estimeringar mun nákvæmari en ella og þar með er orðið raunhæft að vinna með umferðarspá á grundvelli háannatíma.

Háannatímalíkan - Framtíðarspá
Höfundur

SÓ, VSÓ

Skrá

haannatimalikan_skyrsla.pdf

Sækja skrá