PDF · 14. desember 2020
Grein­ing á umferðarör­yggi óvarða vegfar­enda með mynd­grein­ingu

Markmið verkefnisins var að meta hvort hægt er að greina aðstæður og meta umferðaröryggi á óvörðum vegfarendum með myndgreiningartækni. Tilgangur verkefnisins er að meta hvort unnt væri að notast við myndbandsgreiningar við mat á umferðaröryggi á óvörðum vegfarendum. Þess að auki var tilgangurinn að bera saman kosti og galla við núverandi aðferðir. Niðurstöður verkefnisins geta nýst við að bæta aðgengi og öryggi vegfarenda og við val á greiningar tólum til að meta aðstæður fyrir óvarða vegfarendur. Tekið er upp myndskeið í háskerpu sem er síðan myndgreint. Þannig fást upplýsingar um umferð og fjölda ökutækja, umferð gangandi og hjólandi vegfarenda ásamt hraða ökutækja og vegfarenda. Með öllum þeim tækifærum sem myndbandsupptaka og myndgreiningarbúnaður veitir er nokkuð ljóst að hæglega má meta umferðaröryggi óvarða vegfarenda með þessari tækni.

Greining á umferðaröryggi óvarðra vegfarenda með myndgreiningu
Höfundur

Ragnar Gauti Hauksson, Daði Baldur Ottósson, Berglind Hallgrímsdóttir, Hjörtur Örn Arnarsson og Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir. Efla efh.

Skrá

1800-722-2970-322-sky-v01-greining-a-umferdaroryggi-med-myndgreiningu.pdf

Sækja skrá