PNG · Útgáfa NR_1800_756 — ágúst 2021
Gerð vind­hviðu korta­þekju fyrir helstu þjóð­vegi

Fyrir nokkrum árum var unnið að kortlagningu og lýsingu á hviðustöðum á helstu þjóðvegum landsins og var verkið styrkt af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Þar var leitast við að gefa greinargóða lýsingu á vindafari og veðuraðstæðum á þekktum hviðustöðum ásamt því að staðirnir voru hnitsettir. Verkinu var ekki fyllilega lokið þá og í raun aðeins um drög eða tilraun að ræða.

Markmið með hviðuþekju er að útbúa hnitsett kerfi upplýsinga um varasama hviðustaði á helstu stöðum þar sem kortaþekjan getur gagnast með öðrum kortum og/eða stafrænum upplýsingakerfum fyrir þjóðvegi landsins s.s. til miðlunar til vegfarenda.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson, Veðurvaktin ehf

Skrá

gerd-vinhvidu-kortathekju-fyrir-helstu-thjodvegi.png

Sækja skrá