PDF · ágúst 2016
Forvið­vörun bruna í jarð­göng­um

Tíu veggöng eru í íslenska vegakerfinu, tvö ný eru í byggingu og ein veggöng til viðbótar fóru nýlega í alþjóðlegt útboð. Þó að umferðartíðni um veggöng sé ekki há miðað við alþjóðlegan mælikvarða þá er mikilvægi þeirra óumdeilanlegt í tengingu bæjarfélaga. Á það bæði við um aukin atvinnutækifæri sem og ýmiskonar samnýtingu þjónustu sem sveitarfélögin bjóða upp á. Á undanförnum árum hafa orðið miklar framfarir varðandi öryggismál í veggöngum. Nægir þar að nefna atriði eins og aukin veglýsing bæði við vegskála sem og inni í veggöngum, fjölgun neyðarsíma sem og slökkvitækja, fjarskiptasambönd s.s. GSM og TETRA eftirlitskerfi sem er bæði staðbundið og fjartengt inn á vaktkerfi Vegagerðarinnar.

Á Íslandi hefur ekki verið gerð nein sérstök krafa um brunaviðvörunarkerfi í veggöngum. Öll veggöng eru með skynjara til að nema gastegundirnar CO og NO, en þessar gastegundir stafa af útblæstri bíla sem keyra um veggöngin. Í veggöngum eru blásarar sem eru gangsettir eftir því hve mikil gasmengun er í göngunum. Ef margir gasskynjarar mettast á skömmum tíma er það vísbending um að óvenjulegt ástand sé í göngum og miklar líkur að bruni hafi komið upp í göngum.

Þessi skýrsla gefur yfirlit yfir algengar lausnir sem notaðar hafa verið til að koma upp forviðvörunarkerfi vegna bruna í veggöngum. Stuðst er við skýrslur, bæklinga og fræðigreinar þar sem hinum ýmsu aðferðum og prófunum er lýst, fræðilegur bakgrunnur útskýrður og greint frá niðurstöðum. Aðferðirnar eru metnar út frá skilvirkni, nákvæmni og kostnaði.

Er það mat skýrsluhöfundar að mesti ávinningurinn væri að taka til frekari skoðunar hitaskynjunarkapal sem raunhæfan valkost í þau jarðgöng sem eru óvöktuð á Íslandi.

FORVIÐVÖRUN BRUNA Í JARÐGÖNGUM
Höfundur

Efla verkfræðistofa

Skrá

forvidvorun-bruna-i-jardgongum.pdf

Sækja skrá