PDF · desember 2012
Forgangur og öryggi gang­andi vegfar­enda á göngu­þver­unum

Meginmarkmið Vegagerðarinnar er m.a. að umferðaröryggi sé á við það sem best gerist og tryggja góða sambúð vegar og umferðar við umhverfi og íbúa [Vegagerðin, 2010a]. Því eru merkingar á yfirborði vega og við vegi mikilsvert öryggisatriði sem í mörgum tilfellum getur komið í veg fyrir slys.

Aukin hlutdeild gangandi og hjólandi er mikilvæg sé ætlunin að skapa sjálfbærara og meira aðlaðandi umhverfi í þéttbýli. Í ljósi aukinnar ferða gangandi og hjólandi er mjög mikilvægt að staða þessa hóps í umferðinni sé skýr og er öryggi gangandi á gangbrautum og hvers kyns gönguþverunum í brennidepli í þessu verkefni.

Gjarnan er staða gangandi á gönguþverunum óljós og eru ökumenn og vegfarendur oft á tíðum ekki klárir á því hver hafi forgang. Sérstaklega á þetta við um stöðu gangandi á gönguþverunum án sérstakra gangbrautarmerkinga og hafa slys á slíkum þverunum oft leitt til umræðna um eðli þeirra. Ljóst er að samfélagslegur kostnaður vegna slíkra slysa er gríðarlegur en skv. mati Hagfræðistofnunar var heildarkostnaður vegna umferðarslysa árið 2009 áætlaður 22-23 milljarðar kr. á verðlagi ársins
2009. Þessar tölur benda til þess að fyllsta ástæða sé til að skoða umferðarslys sem alvarlegt efnahagsvandamál [Hagfræðistofnun, 2012].

Um er að ræða samantekt á erlendum lögum og reglum ásamt slysatölum varðandi gangandi vegfarendur á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Er t.d. hugsanlegt að endurskoða þurfi umferðarlög eða breyta merkingum sem snúa að gönguþverunum til að auka öryggi gangandi vegfarenda?

Forgangur og öryggi gangandi vegfarenda á gönguþverunum
Höfundur

Hörður Bjarnason, Mannvit

Skrá

forgangur-og-oryggi-gangandi.pdf

Sækja skrá