PDF · mars 2014
Fley­titíð – Álag­stoppar í morg­unum­ferð einka­bíla og almenn­ings­samgangna – 2. áfangi

Háannatími umferðar leggur grunn að hönnunarforsendum uppbyggingar á samgöngumannvirkjum. Að auki ráðast vagnakaup almenningsvagna af háannatímanum. Það er því mjög verðugt verkefni að finna leiðir til að breyta hönnunarforsendunum með því að dreifa umferð og þar með deyfa álagstoppa. Aðgerðin fleytitíð snýst um það að
hliðra starfsemi stórra vinnustaða og stofnana með það að markmiði að fletja út álagstoppa umferðar.

Aðgerð eins og fleytitíð gæti því borið ávinning í för með sér, t.d. frestun kostnaðarsamra framkvæmda og styttri ferðatíma vegfarenda. Verkefnið fól því í sér að rannsaka hvort og hver sé umferðartæknilegur ávinningur af fleytitíð.

Svæðið sem til athugunar var var Miklabraut milli Kringlumýrarbrautar og Lönguhlíðar. Þar myndast oft umferðarteppur fyrir umferð á leið í vesturátt á morgnana. Umferð að þremur stærstu stofnunum á svæðinu, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Landspítalanum var áætluð. Álagstoppar voru greindir og fundnar voru sviðsmyndir sem miðuðu að því að deyfa álagstoppana.

Einn stærsti hluti verkefnisins var smíði hermilíkans af svæðinu. Núverandi umferðarástand og sviðsmyndir fleytitíðar voru hermdar í líkaninu. Það kom í ljós að með
góðri útfærslu á fleytitíð fæst umferðartæknilegur ávinningur sem felst í minni seinkun, færri stoppum og styttri ferðatíma vegfarenda.

Fleytitíð - Álagstoppar í morgunumferð einkabíla og almenningssamgangna - 2. áfangi
Höfundur

f Kristjönu Erna Pálsdóttir, Grétari Mar Hreggviðsson hjá VSÓ

Skrá

fleytitid-2_afangi.pdf

Sækja skrá