Í fjögurra ára samgönguáætlun, 2011-2014, kemur fram að vinna skuli greiningu á umferðartæknilegum ávinningi þess að hliðra til opnunartíma og starfsemi stórra opinberra stofnana/vinnustaða og skóla og deyfa þannig út álagstoppa í morgunumferð. Með það að leiðarljósi var lagt upp með verkefni þetta sem frumathugun á því hvort ávinningur sé í því að hliðra til starfsemi stofnana.
Um 60% af heildar bifreiðaeign landsmanna er á höfuðborgarsvæðinu og álag á stofnbrautakerfinu mjög mikið, sérstaklega á háannatíma á morgnana. Þó háannatíminn
sé aðeins um 45-60 mínútur þá leggur hann þær hönnunarforsendur sem flæðisaukandi endurbætur á samgöngumannvirkjum byggjast á. Það er því mjög verðugt og spennandi verkefni að finna leiðir til að breyta hönnunarforsendunum með fleytitíð. En það að fletja út álagstoppa og draga úr þörf á aukinni afkastagetu með því að hliðra til opnunartíma og starfsemi stofnana/vinnustaða er kallað fleytitíð. Vonast er til að ávinningurinn felist í eftirfarandi:
> Betri nýtingu núverandi samgöngumannvirkja
> Frestun kostnaðarsamra framkvæmda er auka afkastagetu
> Minni biðraðamyndun
> Styttri ferðatíma
> Hugsanlegri fækkun umferðaróhappa
VSÓ