PDF · desember 2005
Fjöldi jeppa­bifreiða á þjóð­vegum lands­ins, Lands­björg, 2005

Á vordögum 2005 fékk Slysavarnafélagið Landsbjörg styrk frá Vegagerðinni af tilraunafé þeirra til að gera kannanir í sumar á því hvert raunverulegt hlutfall jeppabifreiða er í daglegri umferð á þjóðvegum landsins. Forsaga málsins er sú að s.l. haust sat umferðarfulltrúi félagsins og Umferðarstofu Umferðarþing á Grand Hótel þar sem flutt voru allmörg erindi og nokkur rannsóknarverkefni útskýrð. Eitt þessara verkefna var rannsóknarverkefni sem gert var á vegum Umferðarstofu af þeim Einari Einarssyni og Elísabetu Árnadóttur og hét „Tegund drifbúnaðar og slysatíðni” þar sem kannað var hvort samband væri á milli drifbúnaðar ökutækja og slysatíðni. Skoðuð voru 3.039 óhöpp á árunum 1998 – 2003 þar sem eitt ökutæki átti í hlut, þ.e. útafakstur af vegi og veltur. Niðurstöður þessa verkefnis gáfu til kynna að jeppar lenda oftar í þessari tegund óhappa og vakti okkur og fleiri sem þennan fyrirlestur sátu til umhugsunar um hvert hlutfall þessara bifreiða væri í daglegri umferð og hvort að það hlutfall væri í samræmi við jeppaeign landsmanna en skv. upplýsingum úr ökutækjaskrá er um 20% ökutækja sem falla undir þennan flokk. Rétt er þó að taka fram að hér er um gróflega nálgun að ræða. Slysavarnafélagið Landsbjörg sótti því um styrk til þess að gera kannanir um allt land og telja jeppa í daglegri umferð. Samkvæmt upplýsingum Umferðarstofu áttu Íslendingar rúmlega 250.000 ökutæki í byrjun árs 2005 og hefur fjölgað eitthvað síðan þar sem bifreiðainnflutningur hefur verið mikill á árinu og ekki síst innflutningur jeppa og stærri bifreiða. Nýjar tölur um þetta munu ekki liggja fyrir fyrr en um áramót.

Fjöldi jeppabifreiða á þjóðvegum landsins, Landsbjörg, 2005
Höfundur

Kjartan Benediktsson, Landsbjörg og Umferðarstofa

Skrá

hlutfall-jeppa-i-umferdinni.pdf

Sækja skrá