PDF · janúar 2018
Ferð­ir á einstak­ling – Saman­burðar­athug­un á gerð og úrvinnslu ferða­venjuk­annana hérlend­is og erlend­is

Ferðavenjukannanir gefa mikilvægar upplýsingar fyrir alla þá sem starfa að skipulags- og samgöngumálum og gera m.a. mögulegt að fylgjast með þróun og breytingum á
ferðahegðunarmynstri. Þær kannanir sem hér um ræðir eru yfirleitt framkvæmdar þannig að handahófskennt úrtak einstaklinga skráir með einum eð öðrum hætti allar ferðir sínar í einn dag.
Það hefur vakið nokkra furðu að þegar niðurstöður slíkra kannana hérlendis eru skoðaðar, kemur í ljós að íbúar á höfuðborgarsvæðinu fara í mun fleiri ferðir að meðaltali á dag en íbúar í
samanburðarlöndunum.

Verkefninu sem skýrslan fjallar um var ætlað að grafast fyrir um ástæður þessa munar, til dæmis hvort rekja mætti hann til aðferðarfræðinnar eða úrvinnslu. Í ljós kom að svo var ekki. Það virðist vera staðreynd að einstaklingar fara fleiri ferðir á dag hérlendis og verkefnið beindist því að því að finna mögulegar skýringar á því. Í því sambandi er bent á að virkni á atvinnumarkaði hérlendis er hæst meðal OECD ríkja auk þess sem bílaeign er mikil. Þá kemur fram að óvenju fáir einstaklingar meðal elsta aldurshópsins hér fara engar ferðir. Samþætting þessara atriða auk þess sem hér eru vegalengdir og ferðatími styttri en annars staðar, er talin líkleg skýring á ofangreindum mun, þ.e. höfuðborgarbúar fara fleiri ferðir á dag en íbúar í
samanburðarlöndunum.

Fram kemur að ekki sé nein ástæða til að gera tillögur um breytingar á verklagi við ferðavenjukannanir eða úrvinnslu þeirra hérlendis, enda er mikilvægt að beita sömu aðferðum
áfram til að niðurstöður milli kannana verði samanburðarhæfar. Þó er bent á að hugsanlega megi leggja meiri áherslu á að skilgreina hvað er ein ferð (færsla einstaklings frá einum stað á annan
til að klára eitt erindi) og gera alveg skýrt að slík ferð getur samanstaðið af fleiri en einum ferðamáta.

Ferðir á einstakling
Höfundur

VSÓ Ráðgjöf

Skrá

ferdir-a-einstakling.-samanburdarathugun-a-gerd-og-urvinnslu-ferdavenjukannana-herlendis-og-erlendis.pdf

Sækja skrá