PDF · ágúst 2016
Ferða­venjur – vetrar­ferð­ir 2016

Helstu niðurstöður þessarar könnunar eru eftirfarandi:

A: Ferðir út fyrir búsetusvæði
 Meðalfjöldi ferða út fyrir búsetusvæði er nokkuð minni en í fyrri vetrarkönnunum. Færri fóru út fyrir búsetusvæði en í fyrri könnunum, líklega vegna slæms tíðarfars. Raunaukning umferðar samkvæmt talningum Vegagerðarinnar er án efa að stærstum hluta vegna aukins fjölda erlendra ferðamanna á vegum landsins að vetrarlagi.
 Fjöldi ferða til höfuðborgarsvæðisins er aftur á móti svipaður og í fyrri könnunum og notkun strætó einnig. Um 80% svarenda sagðist nota einkabíl til þessara ferða sem er svipað hlutfall og 2012 en nokkuð lægra en 2009.
 Lang flestir nefna umbætur á hringveginum sem mikilvægustu framkvæmd við samgöngukerfið næstu misseri en mun færri almenningssamgöngur en við síðustu kannanir.
 Lang flestir svarendur sögðu að fjöldi erlendra ferðamanna hefði ekki haft áhrif á ferðaáætlanir sínar, en þeir væru hættulegir á vegum landsins.

B: Innanlandsflug
 Notkun innanlandsflugs er nokkuð minni en í fyrri könnunum en aftur á móti fer notkun utanlandsflugs vaxandi og hefur náð svipuðu hlutfalli og 2008 fyrir fjármálahrun.
 Um 59% allra svarenda vilja ekki flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýrinni, þar af 47% svarenda á höfuðborgarsvæðinu sem er nokkuð lægra hlutfall en í síðustu könnunum.
 Um 43% flugfarþega í innanlandsflugi eiga erindi vestan Kringlumýrarbrautar

C: Höfuðborgarsvæðið
 Meðalferðatími milli heimilis og vinnu hefur vaxið umtalsvert frá 2012. Reyndist vera 14 mínútur 2016 en var 11 mínútur 2012.
 Hlutfall þeirra sem nota yfirleitt einkabílinn til ferða innan höfuðborgarsvæðisins lækkaði úr 87% 2007 í 75% 2012, en í vetrarkönnun 2016 var þetta hlutfall komið upp í 78%.
 Eins og í fyrri könnunum eykst notkun einkabílsins með aukinni fjarlægð frá miðpunkti íbúadreifingar. Hlutfallslega flestir fara ferða sinna gangandi í miðborginni og nærliggjandi hverfum.
 Þeir sem segjast hafa breytt ferðavenjum sínum á síðustu misserum segjast nota strætó oftar en áður.
 Stuðningur við betrumbætur á stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins er mestur þegar spurt er um mikilvægustu framkvæmdir eftir samdrátt frá því fyrir hrun 2007. Nokkuð hefur dregið úr stuðningi við bætta þjónustu strætó og að bæta hjóla og gönguleiðir. Vaxandi áhugi er fyrir léttlestakerfi.

Vetrarferðir 2016
Höfundur

Bjarni Reynarsson

Skrá

ferdavenjur-vetrarkonnun-2016.pdf

Sækja skrá