PDF · október 2018
Ferða­venjur sumar­ið 2018

Helstu niðurstöður þessarar könnunar á ferðavenjum sumarið 2018 eru eftirfarandi:

Ferðir út fyrir sveitarfélag.
 Heldur dró úr meðalfjölda ferða út fyrir búsetusvæði sumarið 2018 borið saman við fyrri kannanir. Þetta á sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið – hafði rigningin þessi áhrif?
 Einkabíllinn var notaður í 87% ferða sem er svipað og áður. 8% fóru sem farþegar í bíl og um 5% með strætó eða flugi.
 Heldur dró úr notkun strætó sumarið 2018 borið saman við fyrri kannanir.
 Um 22% svarenda, eða helmingi fleiri en 2014, töldu að fjöldi erlendra ferðamanna hafi haft áhrif á ferðaáætlanir sumarið 2018.
 Flestir svarenda vilja sjá auknar framkvæmdir í samgöngumálum í sínum landshluta. Jarðgöng úti á landi, tvöföldun stofnbrauta út frá höfuborgarsvæðinu og umbætur á stofnbrautakerfinu á
höfuðborgarsvæðinu.

Innanlandsflug.
 Notkun innanlandsflugs stendur í stað miðað við fyrri kannanir - 1,8 ferðir að meðaltali allra notenda. Nokkur aukning er þó á flugi frá landsbyggðakjörnum – 4,9 ferðir á ári að meðaltali.
 Flug til útlanda hefur farið stigvaxandi á síðustu árum. Var 3 ferðir að meðaltali á ári 2018.
 Meirihluti landsmanna vill flugstarfsemi áfram í Vatnsmýri en meirihluti svarenda á höfuðborgarsvæðinu vill flugið burt úr Vatnsmýri.
 Flestir farþegar í innanlandsflugi eiga erindi í Reykjavík vestan Elliðaárósa, aðallega í miðborginni. Ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu.
 Meðaltími ferða milli heimilis og vinnu hefur farið stigvaxandi síðasta áratuginn. Var 9 og hálf mínuta 2007 og kominn í rúmar 14 mínutur sumarið 2018.
 Notkun einkabílsins hefur verið að vaxa frá 2014 eftir samdrátt árin á undan. 79% ferða sumarið 2018 voru farnar sem bílstjóri í eigin bíl.
 Svarendur sem búa í eða nærri miðborginni ganga og hjóla meira en aðrir svarendur á höfuðborgarsvæðinu.
 Flestir svarendur vilja sjá auknar umbætur á stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins. Áhugi fyrir fleiri og betri stígum og bættri þjónustu strætó er minni en í fyrri könnunum.
 Vaxandi áhugi er fyrir borgarlínu (hraðvagnakerfi), sérstaklega í eldri hverfum Reykjavíkur. Svarendur sem búa í ytri byggðum vilja frekar sjá umbætur á stofnbrautakerfinu.
 Rúmlega helmingur svarenda telur að umbætur á stofnbrautakerfinu dugi best til að draga úr umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu.

Ferðavenjur sumarið 2018
Höfundur

Bjarni Reynarsson, Landráð sf.

Skrá

greinarg-ferdavenjur-sumarid-2018.pdf

Sækja skrá