PDF · mars 2016
Ferða­mynstur og ferða­fjöldi – Höfuð­borgar­svæð­ið

Tilgangur verkefnisins er annars vegar að rannsaka ferðafjölda við vinnustaði á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar að kanna búsetu starfsólks á vinnustöðunum.

Ferðamynstur eru erlendis fundin þannig að búseta fólks og starfsstöð er samkeyrð í gagnabönkum hagstofu viðkomandi lands. Hérlendis finnast því miður ekki upplýsingar um starfsstöðvar fólks í opinberum gagnagrunnum, heldur einungis hjá fyrirtækjunum sjálfum eða bara alls ekki. Vonir standa til að þessar upplýsingar verði aðgengilegar á næstu árum, en á meðan svo er ekki, er til önnur leið til að finna þessi mynstur, þ.e. að spyrjast fyrir hjá fyrirtækjum og starfsmönnum sjálfum. Spurningaleiðin getur gefið góða mynd af ferðamynstri og nýst upp að vissu marki í faglegar greiningar í skipulags- og samgöngumálum.

Markmiðið með verkefninu var að búa til gagnasafn um ferðamyndun og ferðamynstur. Slíkt gagnasafn yrði sambærilegt við erlend gagnasöfn sem á ensku kallast „Trip generation rates“ og „Commuting patterns“.

Slik gagnasöfn styrkja verulega forendur greininga sem vinna þarf í tengslum við Samgönguáætlun, Svæðisskipulag og Aðalskipulag ásamt forsendum annarra minni staðbundinna greininga.

Samhliða þessu verkefni var svipað verkefni unnið fyrir Mið-Austurland sem nefnist "Vinnusóknarmynstur og vinnusóknarsvæði Austurland". Það verkefni er þó frábrugðið að því leiti að ekki var skoðaður ferðafjöldi við vinnustaði ( Trip generation rates) heldur var áherslan á ferðamynstur (commuting patterns) á svæðinu og út frá því reynt að skilgreina svokölluð vinnusóknarsvæði. Engu að síður eru niðurstöður verkefnanna borin saman þar sem við á, þar sem áhugavert er að sjá hvort hegðun fólks er öðruvísi á Austurlandi en á Höfuðborgarsvæðinu.

Þetta verkefni fyrir höfuðborgarsvæðið er hins vegar þeim takmörkunum háð að það byggir eingöngu á svörum frá um 20 fyrirtækjum og því er ekki hægt að heimfæra niðurstöðurnar yfir á alla íbúa
höfuðborgarsvæðisins.

Ferðamynstur og ferðafjöldi
Höfundur

Lilja G. Karlsdóttir, Viaplan skipulag samgangna

Skrá

ferdamynstur_og_ferdafjoldi_hofudborgarsvaedid.pdf

Sækja skrá