PDF · Útgáfa 1800-720-19361 — apríl 2020
Farsíma­gögn inn í umferðar­líkan

Tilgangur verkefnisins er að meta hvernig standa megi að öflun gagna frá farsímafyrirtækjum og koma á samtali þarna á milli um öflun þessara gagna. Jafnframt að skoða og meta hvernig vinna megi úr gögnunum þannig þau nýtist inn í umferðarlíkan. Markmiðið er að leita svara við eftirfarandi spurningunum :

• Hvað á að gera?
• Hvers vegna er góð hugmynd að gera það?
• Hvernig á að nýta gögnin?
• Hver er mögulegur ávinningur af því?

Segja má að verkefnið sé fyrsta skrefið í að skoða þær verulegu breytingar sem hafa orðið í gerð umferðarlíkana allra síðustu árin, og þá sér í lagi með tilliti til íslenskra aðstæðna. Því er um að ræða nokkurs konar grunn fyrir frekari skoðun varðandi umferðarlíkön á Íslandi.

Farsímanotkun á Íslandi mjög almenn, en nánast hver einasta manneskja er með farsíma. Farsímakerfin safna upplýsingum um staðsetningu síma allan sólarhringinn allt árið um um kring. Vissulega er ekki hægt að ákvarða staðsetningu símtækja innan dreifikerfis af sömu nákvæmni og í staðsetningartækjum. En þar sem staðsetning farsímasenda er tiltölulega þétt, líkt og innan höfuðborgarsvæðisins, má hins vegar fá grófa mynd af því hvernig símtæki ferðast um höfuðborgarsvæðið. Markmið þessa verkefnis er að leita svara við hvernig megi nýta þessar upplýsingar til að fá betri vitneskju um flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu.

Farsímagögn inn í umferðarlíkan
Höfundur

VSÓ ráðgjöf

Skrá

1800-720-19361_sk200430_farsimagogn_i_umferdarlikan.pdf

Sækja skrá